Nem­enda­fé­lag Borgar­holts­skóla segir hegðun á­rásar­manns í Borgar­holts­skóla gegn nem­endum skólans ekki líðast í skólanum. Þetta kemur fram ítil­kynningu á Insta­gram þar sem Gunnar Stefán Bjarna­son, gjald­keri fé­lagsins, á­varpar nem­endur.

Líkt og fram hefur komið voru um­­fangs­­miklar lög­­reglu­að­­gerðir í Borgar­holts­­skóla um nú um há­­degi. Greint hefur verið frá því að ungur karl­­maður hafi mætt í skólann vopnaður hafna­­bolta­kylfu og hníf.

„Við vitum ekki alla söguna og hvað gerðist svo ég vil endi­lega biðja nem­endur um að vera ekki að dreifa þessu,“ segir Gunnar. Hann biðlar til nem­enda um að leyfa lög­reglunni að vinna sína vinnu og dreifa ekki mynd­böndum af á­rásinni.

„En ég vil nefna það að nem­enda­fé­lag Borgar­holts­skóla hefur ekkert að gera með þetta fólk. Og við líðum ekki svona hegðun í skólanum okkar,“ segir Gunnar. Hann segist vona hið besta fyrir þá sem lentu í á­rásinni. „Förum var­lega og ekki vera að dreifa neinum sögum.“