Ei­ríkur Sigurðs­son, for­stöðu­maður sam­skipta­sviðs hjá Há­skólanum í Reykja­vík, segir ekkert benda til þess að nemandi sem var beðinn um að yfir­gefa byggingu HR fyrr í dag sé smitaður af kóróna­veirunni CO­VID-19. Nemandinn, sem er kven­kyns, hafði verið ný­komin heim frá Ítalíu og talið að hún tengist Ís­lendingnum sem greindist í dag með CO­VID-19.

„Það var hringt í nemanda hjá okkur. Sá nemandi hafði átt í sam­skiptum við smitaðan ein­stak­ling. Nemandinn var ein­kenna­laus og sam­kvæmt okkar heimildum er ekkert sem bendir til að hún sé smituð. Hún er nú farin heim og okkur skilst að nemandinn verði í heima­sótt­kví,“ segir Ei­ríkur í sam­tali við Frétta­blaðið.

Býst við hefðbundnu skólastarfi eftir helgi

Nem­endur við markaðs­fræði við skólann greindu frá því í sam­tali við Frétta­blaðið að þeim hafi brugðið þegar kennsla var stöðvuð og nemandinn beðinn um að fara. Kennslu var að lokum haldið á­fram en á­kveðið var að hætta snemma í dag. Að­spurður hvort hefð­bundinn skóla­dagur verði á mánu­dag í ljósi tíðinda svarar Ei­ríkur að skóla­yfir­völd muni fara eftir ráð­leggingum Land­læknis.

„Ég á ekki von á öðru en að hefð­bundið skóla­starf verði á mánu­daginn. Við höfum dreift ráð­leggingum til nem­enda frá Land­lækni þar sem koma fram leið­beiningar til nem­enda,“ segir Ei­ríkur og bætir við að í gær, ó­tengt upp­á­komunni í dag, sé búið að koma fyrir spritti á klósettum og hengja upp plaköt með leið­beiningum frá Land­lækni.

Rekja ferðir mannsins sem smitaðist

Unnið er að því að rekja ferðir karl­mannsins en hann hafði verið á skíða­ferða­lagi í Norður-Ítalíu með fjöl­skyldu sinni og öðrum. Hann kom heim 22. febrúar en ein­kenni hans eru sögð væg og er hann ekki al­var­lega veikur. Verið er að rann­saka fólkið sem var með manninum og er það ekki úti­lokað að þau hafi smitast líka.

Að minnsta kosti fimm­tíu sýni hafa verið til rann­sóknar hjá veiru- og sýkla­fræði­deild Land­spítalans og var fyrsta til­fellið stað­fest laust eftir klukkan 13:00 í dag. Á blaða­manna­fundi sem fór fram fyrr í dag bað Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, fólk um að halda ró sinni og fara eftir þeim fyrir­mælum og leið­beiningum sem gefnar hafa verið út. Ítar­legar upp­lýsingar um málið er að finna á land­la­eknir.is.