Dómsmál

Neituðu sök í gagnaversmáli

Byggingin í Borgarnesi þar sem brotist var inn um nótt í eitt húsbilið til að stela tölvum úr gagnaveri. Fréttablaðið/Ernir

Sakborningarnir sjö í svokölluðu gagnaversmáli neituðu allir sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi síðasta vetur. Í innbrotunum var tölvubúnaði fyrir 42,5 milljónir króna stolið en tjónið af völdum brotanna er metið á 78 milljónir króna, segir í ákærunni.

Tveir sakborninganna hafa verið í farbanni undanfarna mánuði, en annar þeirra var leystur úr farbanninu við þingfestinguna. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni, verður áfram í farbanni.

Verjendur fjögurra sakborninga fóru fram á frest til að skila greinargerð í málinu. Dómari heimilaði frestinn og verður fyrirtaka þann 4. október næstkomandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Dómsmál

Samherji segir rangt sagt frá

Dómsmál

Segir lögreglu einskis hafa svifist

Dómsmál

Dæmdir fyrir að ráðast á mann á American Bar

Auglýsing

Nýjast

Fluttur tafarlaust til afplánunar

Leit að látnum gæti tekið vikur

Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn

Fengu upp­sagnar­bréf á meðan þeir voru á sjó

Deila um ágæti samkomulags

Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum

Auglýsing