Lögregluaðgerðir standa nú yfir við Barmahlíð í Hlíðahverfinu í Reykjavík, en talsverð umferðarteppa hefur myndast á svæðinu vegna þessa.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða mann sem neitar að yfirgefa bíl sinn, en tvær lögreglubifreiðar eru á svæðinu. Ein merkt og ein ómerkt.
Í samtali við Fréttablaðið vildi Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ekki tjá sig efnislega um málið.
„Ég ræði ekki um einstök mál en þetta er útkall sem við erum að vinna í,“ segir Rafn.
Aðspurður sagði hann að enginn væri í hættu vegna málsins.
Frétt uppfærð: Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregluaðgerðum lokið.