Lög­regluaðgerðir standa nú yfir við Barma­hlíð í Hlíða­hverfinu í Reykja­vík, en tals­verð um­ferðar­teppa hefur myndast á svæðinu vegna þessa.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins er um að ræða mann sem neitar að yfir­gefa bíl sinn, en tvær lög­reglu­bif­reiðar eru á svæðinu. Ein merkt og ein ó­merkt.

Í sam­tali við Frétta­blaðið vildi Rafn Hilmar Guð­munds­son, aðal­varð­stjóri lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, ekki tjá sig efnis­lega um málið.

„Ég ræði ekki um ein­stök mál en þetta er út­kall sem við erum að vinna í,“ segir Rafn.

Að­spurður sagði hann að enginn væri í hættu vegna málsins.

Frétt uppfærð: Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lögregluaðgerðum lokið.