Sól­veig Lilj­a Óskars­dótt­ir, sem mót­mælt­i ból­u­setn­ing­um þung­aðr­a kvenn­a við ból­u­setn­ing­ar­röð­in­a við Suð­ur­lands­braut í Reykj­a­vík, þver­tek­ur fyr­ir að hafa ver­ið með ó­spekt­ir. Hún seg­ist frið­ar­sinn­i og eng­in kæra hafi ver­ið lögð fram á hend­ur sér.

Þett­a kem­ur fram í við­tal­i við Sól­veig­u Lilj­u í Reykj­a­vík síð­deg­is á Bylgj­unn­i.

Hún hafn­ar því þeim full­yrð­ing­um „að ég hafi lát­ið öll­um ill­um lát­um og ó­frísk­ar kon­ur hafi far­ið að grát­a og ótt­ast mig.“ Það stang­ist á við henn­ar upp­lif­un af at­vik­in­u og hún geti sann­að það þar sem hún tók mynd­skeið af upp­á­kom­unn­i.

„Það var veist að mér og ég þurft­i að verj­a mig. Já, lög­regl­an kom og tók mig, en ekki fyr­ir að hafa hátt á staðn­um. Ég fékk enga kæru á mig og var sett inn á lög­regl­u­bíl og þeg­ar ég neit­að­i að vera með grím­u var sett á mig hand­járn og sett á mig grím­u. Grím­ur gera ekk­ert gagn. Veir­ur og bakt­er­í­ur eru það litl­ar að þær fara þar í gegn,“ sagð­i hún að­spurð um meint­ar ó­spekt­ir.

Bið­röð fyr­ir utan sýn­a­tök­u og ból­u­setn­ing­u Heils­u­gæsl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­a­svæð­in­u á Suð­ur­lands­braut.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Sól­veig Lilj­a held­ur því fram að ver­ið sé að gera til­raun­ir með ból­u­efn­um og ból­u­setn­ing­arn­ar vald­i skað­a á æxl­un­ar­fær­um kvenn­a og mark­mið henn­ar hafi ver­ið að vekj­a at­hygl­i á þess­u.

Þess­ar full­yrð­ing­ar stang­ast á við rann­sókn­ir sem gerð­ar hafa ver­ið á á­hrif­um ból­u­setn­ing­a á ó­frísk­ar kon­ur. Sam­kvæmt gögn­um band­a­rísk­a sótt­varn­a­eft­ir­lits­ins hafa ekki kom­ið upp nein til­vik um skað­a af völd­um ból­u­setn­ing­a fyr­ir ó­frísk­ar kon­ur.

Í band­a­rískr­i rann­sókn þar skoð­uð voru 35 þús­und ból­u­setn­ing­ar ó­frískr­a kvenn­a kom ekki í ljós neitt sem bent­i til þess að slíkar ból­u­setn­ingar væri á nokk­urn hátt hætt­u­legar. Ból­u­efn­i Pfiz­er, sem not­að er hér til að ból­u­setj­a þung­að­ar kon­ur, er not­að til ból­u­setn­ing­ar þess­a hóps víða um heim og ekki hafa kom­ið upp nein til­vik sem bend­a til þess að slíkt sér var­a­samt.