Maður neitaði að yfir­gefa skemmti­stað í mið­bænum við lokun í gær­kvöldi og var óskað eftir að­stoð lög­reglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Þegar lög­regla mætti á vett­vang reyndist maðurinn ofur­ölvi. Reynt var að koma manninum til síns heima en án árangurs. Var hann því vistaður í fanga­klefa þar til rynni af honum.

Tvær bif­reiðar voru stöðvaðar í Háa­leitis- og Bú­staðar­hverfi, en öku­menn bif­reiðanna voru grunaðir um of hraðan akstur. Aksturs­hraði beggja bif­reiða voru vel yfir há­marks­hraða, sem er 80 km/klst. Við mælingar reyndist annar aka á 124 km/klst og hinn 115 km/klst.

Þá var til­kynnt var um fram­kvæmdar­hávaða í Vestur­bæ Reykja­víkur rétt fyrir tíu-leytið í gær­kvöldi og rúðu­brot í fyrir­tæki í hverfi 108.

Lög­regla fékk til­kynningu um inn­brot í Grafar­holti um kvöld­matar­leytið í gær­kvöldi.

Þá barst lög­reglu tvær til­kynningar vegna at­vika í Garða­bæ. Annars vegar vegna inn­brots í ný­byggingu og hins vegar vegna eigna­spjalla á vinnu­vélum, en búið var að brjóta rúður í tveimur vélum.

Óskað var eftir að­stoð lög­reglu á veitinga­stað í Breið­holti um kvöld­matar­leytið vegna þriggja ein­stak­linga sem voru þar til vand­ræða. Þeim var vísað út.