Að­stoðar­maður land­læknis segir ó­heppi­legt að skapa nei­kvæðan hvata til bólu­setningar en RÚV greindi frá því í kvöld að hælis­leit­endur á Ás­brú hafi fengið bréf þess efnis að þeim yrði ekki boðin bólu­setning ef þeir mættu ekki í sýna­töku, þar sem nokkur smit hafa komið þar upp síðustu daga.

Að því er kemur fram í frétt RÚV um málið greindust fjórir ein­staklingar á Ás­brú um helgina og eru nú tuttugu í sótt­kví, bæði hælis­leit­endur og starfs­menn. Fyrri sýna­taka hjá þeim sem voru út­settir var um helgina.

Í bréfinu til hælis­leit­enda var boðað í seinni skimun á sunnu­dag en þeir sem mæta ekki í sýna­töku þurfa að vera einni vikur lengur í sótt­kví. Sam­kvæmt frétt RÚV var þó tekið fram í bréfinu að þeir sem mættu ekki í sýna­töku myndu ekki vera bólu­settir.

„Það hefur aldrei neitt svo­leiðis komið frá okkur. Þvert á móti höfum við reynt að koma til móts við á­skoranir á borð við þessa,“ sagði Kjartan Hreinn Njáls­son, að­stoðar­maður land­læknis, í sam­tali við RÚV um málið og bætti við að það væri mikil­vægt að sem flestir hafi að­gang að bólu­efnum.

Ekki náðist sam­band við Út­lendinga­stofnun vegna málsins.