Stefna kín­verskra yfir­valda um að út­rýma al­gjör­lega co­vid-smitum í borginni Xi’an hefur haft gríðar­lega slæmar af­leiðingar fyrir íbúa borgarinnar.

The New York Times greindi frá því í lok desember að kín­versk yfir­völd hefðu lokað borgina al­gjör­lega af og sett á út­göngu­bann eftir að 1,117 smit greindust daganna 9. og 29. desember.

Þann 22. desember var á­kveðið að loka skólum, fyrir­tækjum og banna fólki að yfir­gefa heimilin sín en um 13 milljón manns búa í borginni sem er í norð­vestur­hluta Kína.

New York Times greinir frá því í dag að borgin hyggst ekki ætla slaka á tak­mörkunum sínum en þær hafa nú þegar kostað fjöl­marga lífið.

Heilbrigðisstarfsfólk á leiðinni heim til fólks til að skima alla íbúa borgarinnar.
Fréttablaðið/Getty

Heil­brigðis­starfs­fólk neitaði ný­verið manni með brjóst­sviða um inn­göngu á bráða­mót­tökuna í Xian vegna þess hann bjó á miðlungs-hættu­svæði. Hann lést úr hjarta­á­falli.

Starfsfólk meinaði einnig þungaðri konu sem var komin átta mánuði að leið inngöngu á sjúkrahús vegna þess að covid-prófið hennar var ekki talið gilt. Hún missti fóstrið.

Þá eru dæmi um að fólk yfir­gefi heimili sín í leit af mat en öryggisverðir á götum úti hafa náð þeim og barið þau til óbóta.

Rútur að flytja heilbrigðisstarfsfólk inn í borgina
Fréttablaðið/Getty

Borgaryfirvöld gáfu í­búum enga við­vörun áður en reglurnar voru settar í desember og gátu í­búar því ekki náð sér í lyf, mat og aðrar nauð­synja­vörur áður en öllu var lokað.

Árangur Kína þegar veitan náði fyrst tökum í Wu­han á sínum tíma með hörðum að­gerðum hvetur yfir­völd á­fram um að mark­miðið muni nást í Xian.

Hægt er að lesa frétt New York Times um á­standið í Xian hér.

Heilbrigðisstarfsólk vinnur nú að því að sótthreinsa alla almenningsstaði í borginni.
Fréttablaðið/Getty