Lögmaður fólksins sem á eignir á hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni gaf sveitarstjórn Bláskógabyggðar tíu daga frest í lok janúar til að afturkalla fyrri ákvörðun sína um lokun svæðisins.

Sveitarstjórn kveður hins vegar ekki forsendur fyrir því að draga ákvörðunina til baka og vísar til fyrri afstöðu í málinu, sem kemur fram í fjölda bókana sveitarstjórnarinnar um málið.

Lögmaður eigenda hjólhýsanna vildi að Bláskógabyggð gengi til samninga við staðarhaldara á svæðinu og félagið Samhjól um áframhaldandi rekstur.