Hár­greiðslu­stofur víðast hvar utan höfuð­borgar­svæðisins munu ekki taka við gestum af svæðinu næstu vikur á meðan hertar sam­komu­tak­markanir eru í gildi á svæðinu og hár­greiðslu­stofur þar lokaðar.

Frétta­blaðið hafði sam­band við hár­greiðslu­stofur á Akra­nesi, Hvera­gerði, Reykja­nes­bæ, Grinda­vík og á Sel­fossi í morgun. Allar höfðu þær tekið á­kvörðun um að klippa ekki kolla íbúa höfuð­borgar­svæðisins á meðan sam­komu­tak­markanir gilda þar.

Ein af þessum stofum er Anna hár­greiðslu­stofa á Sel­fossi. Í til­kynningu á Face­book síðu stofunnar segist stofan með þessu vilja sýna sam­stöðu og tak­marka flakk á milli lands­hluta

„Við þjónustum auð­vitað fólk af höfuð­borgar­svæðinu og er­lendis frá. Fólk er alls­staðar að koma,“ segir Gunn­hildur Katrín Hjalta­dóttir, eig­andi hár­greiðslu­stofunnar í sam­tali við Frétta­blaðið aðspurð út í það hvort þessara takmarkana sé þörf.

„Maður þarf að sýna sam­stöðu, ekki spurning. Það væri náttúru­lega ekki rétt að taka á móti fólki sem er að mæta þaðan bara til þess að fá klippingu,“ segir Gunn­hildur. „En við biðjum bara fólk að vera ró­legt, svona rétt á meðan, svo þetta gangi upp.“

Hún segir stofuna vera með bókunar­kerfi svo auð­velt sé að sjá hverjir eru frá Reykja­vík og hverjir ekki. „Svo bara treystum við bara fólki og það væri auð­vitað mjög vit­laust ef ein­hver ætlar að drífa sig á Sel­foss í klippingu. Við verðum bara að sýna sam­fé­lags­lega á­byrgð og auð­vitað vonum við að fólk geri það.“

Posted by Anna Hárstofa on Tuesday, 6 October 2020