Rann­sókn­ir bend­a til þess að bæði geti nei­kvætt um­tal á net­in­u, um­ræð­a í Fac­e­bo­ok-hóp­um og barn­eign geti haft mik­il á­hrif á það af hverj­u kon­ur taka síð­ur þátt í sveit­ar­stjórn og af hverj­u þær eru ó­lík­legr­i en karl­menn til að bjóð­a sig aft­ur fram hafi þær tek­ið þátt.

„Það eru til marg­ar megind­legar rann­sókn­ir sem gefa til kynn­a að þess­i hóp­ur, sér­stak­leg­a, væri síð­ur að gefa kost á sér til end­ur­kjörs og við vild­um kafa dýpr­a í það af hverj­u það væri og hvað­a á­hrif nei­kvætt um­tal hafð­i á kjörn­a full­trú­a,“ seg­ir Ein­ar Freyr Elín­ar­son nem­and­i við Bif­röst en hann, á­samt hópi nem­end­a í við­skipt­a­fræð­i við skól­ann, unnu sam­an að rann­sókn þar sem kaf­að var dýpr­a ofan í þett­a með eig­ind­leg­um við­töl­um.

Nem­end­urn­ir leit­uð­u svar­a við því hvað vald­i því að ung­ar kon­ur gefa síð­ur kost á sér til end­ur­kjörs í ís­lensk­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og hvort á­reit­i eða nei­kvæð um­fjöll­un á net­in­u hafi mög­u­leg­a á­hrif á það. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­ur er­lendr­a rann­sókn­a bend­ir margt ein­mitt til þess að kjörn­ir full­trú­ar verð­a fyr­ir tals­verð­u á­reit­i á sam­fé­lags­miðl­um, sér­stak­leg­a kon­ur og bend­a inn­lend­ar rann­sókn­ir líka til þess að brott­fall kjör­inn­a full­trú­a sé mest í þess­um hópi.

Í nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar­inn­ar koma fram vís­bend­ing­ar um að á­reit­i og nei­kvætt um­tal hafi á­hrif á störf kjör­inn­a full­trú­a og að á­reit­ið gagn­vart kon­um er jafn­framt gróf­ar­a en gagn­vart körl­un­um. Hópurinn bendir á að helsti þátturinn sem þyrfti að skoða betur, miðað við þeirra niðurstöður, er mög­u­leik­inn á að starf sem kjör­inn full­trú­i í sveit­ar­stjórn kunn­i að koma nið­ur á fjöl­skyld­u­líf­i fólks og að við­mæl­end­ur komu inn á að það gæti haft á­hrif á á­kvörð­un ungr­a kvenn­a um end­ur­kjör.

„Þeir við­mæl­end­ur sem ekki gefa kost á sér til end­ur­kjörs gáfu til kynn­a að skert­ur tími sem þær hefð­u til sam­ver­u­stund­a með fjöl­skyld­u hefð­i á­hrif,“ segir í samantekt hópsins en nem­end­urn­ir leggj­a jafn­framt til að skoð­a megi sér­stak­leg­a hvort koma þurf­i upp við­bragðs­á­ætl­un­um vegn­a á­reit­is eða ein­elt­is fyr­ir kjörn­a full­trú­a eins og tíðk­ast víða á vinn­u­stöð­um.

Frá vinstri, aftari röð - Hrafnhildur Theódórsdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Karl Liljendal Hólmgeirsson, Kristjana Dís Þorvaldsdóttir frá vinstri, fremri röð - Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, Einar Freyr Elínarson
Mynd/Aðsend

Forðast þátttöku í Facebook-hópum

Rætt var við sex kon­ur á aldr­in­um 31 til 40 ára sem all­ar sátu í sveit­ar­stjórn frá 2018 og til 2022 í sveit­ar­fé­lög­um með færr­i en 2.000 íbúa

Eitt sem kem­ur fram í verk­efn­in­u er hvern­ig um­ræð­ur í í­bú­a­hóp­um á Fac­e­bo­ok þar sem fólk var að ræða eitt­hvað sem þyk­ir ekki í lagi í sveit­ar­fé­lag­in­u hafð­i á­hrif en fjór­ar af sex kon­um sem rætt var við sögð­ust forð­ast þátt­tök­u í slík­um um­ræð­um af til dæm­is hræðsl­u um að snú­ið yrði út úr orð­um þeirr­a.

Í verk­efn­in­u kem­ur fram að nokk­ur mun­ur hafi ver­ið á því hvern­ig stjórn­end­ur sveit­ar­fé­lag­a, starfs­fólk og kjörn­ir full­trú­ar koma fram á slík­um vett­vang­i. Að mati nem­end­a­hóps­ins kunn­a að vera á­kveð­in tæk­i­fær­i fólg­in í því fyr­ir sveit­ar­fé­lög að við­haf­a í­bú­a­sam­ráð í gegn­um slík­ar síð­ur en mið­að við við­töl kvenn­ann­a þá sé þörf á því að skýr­ar regl­ur gild­i þar til þess að kjörn­ir full­trú­ar treyst­i sér til þess að vera þátt­tak­end­ur á þeim vett­vang­i.

„Eftir á að hyggj­a hefð­i ver­ið gott að kafa enn dýpr­a í þett­a og í þett­a fyr­ir­bær­i sem eru nettr­öll og grein­a þá hegð­un en það sem kom fram var að kon­un­um þótt­u leik­regl­urn­ar þar ó­skýr­ar og að þær væru þess vegn­a hik­and­i við að taka þátt,“ seg­ir Ein­ar Freyr og að slík­ar síð­ur ættu að vera góð­ur vett­vang­ur fyr­ir kjörn­a full­trú­a en hafi svo ekki reynst vera það

Sum­ar sögð­u að það gæti ver­ið gott að bjóð­a sig fram þeg­ar börn­in eru eldri á með­an aðr­ar sögð­u að það gæti ver­ið betr­a á með­an þau eru yngr­i

„Nið­ur­stöð­urn­ar bent­u líka til þess að það væri eng­in stoð­þjón­ust­a í stjórn­sýsl­u þess­ar­a sveit­ar­fé­lag­a sem þær til­heyrð­u fyr­ir kjörn­a full­trú­a sem lent­u í nei­kvæð­u um­tal­i eða á­reitn­i. Ekkert ann­að en að­stand­end­ur eða aðr­ir full­trú­ar í sveit­a­stjórn,“ seg­ir Ein­ar Freyr og að þarn­a væru tæk­i­fær­i til um­bót­a í stjórn­sýsl­u margr­a sveit­ar­fé­lag­a.

Þurfa að hoppa hærra

Hann seg­ir að það sem hafi kom­ið fram í mörg­um rann­sókn­um er að velt­an í þess­um hópi kvenn­a í sveit­ar­stjórn sé ros­a­leg­a mik­il og að þar hafi nei­kvætt um­tal á­hrif en að sterk­ar vís­bend­ing­ar séu einn­ig um að barn­eign hafi töl­u­verð á­hrif.

„Það var á­hug­a­vert að það komu mis­mun­and­i svör. Sum­ar sögð­u að það gæti ver­ið gott að bjóð­a sig fram þeg­ar börn­in eru eldri á með­an aðr­ar sögð­u að það gæti ver­ið betr­a á með­an þau eru yngr­i,“ seg­ir Ein­ar Freyr og að bæði svör­in gefi þó til kynn­a að sama hver ald­ur­inn er þá hafi það á­hrif, það er um­önn­un barn­a og barn­eign­ir.

„Það væri á­hug­a­vert að sjá sam­an­burð þarn­a á kon­um og körl­um.“

Annað sem kom fram í við­töl­um við kon­urn­ar var upp­lif­un þeirr­a á tvö­föld­u sið­gæð­i [e. Do­u­ble stand­ard] seg­ir Ein­ar Freyr og að sam­kvæmt því sem kon­urn­ar sögð­u þá þurf­i kon­ur enn að „hopp­a hærr­a og hlaup­a lengr­a án þess að upp­sker­a jafn mik­ið og karl­mað­ur í sömu stöð­u.“

Fram kem­ur í nið­ur­stöð­um hóps­ins að þótt svo að ekki hafi feng­ist af­drátt­ar­laust svar við rann­sókn­ar­spurn­ing­unn­i dróg­u nið­ur­stöð­urn­ar nokk­uð skýrt fram að á­reit­i og nei­kvætt um­tal hafð­i ó­tví­rætt á­hrif á líð­an við­mæl­end­a.

Sigrún Lilja Einarsdóttir dósent var leiðbeinandi hópsins.
Mynd/Aðsend

Sagði þeim að fara á dýptina

„Við erum með svon­a verk­efn­i á hverj­u ári. Þau vinn­a þett­a sjálf­stætt en með leið­sögn leið­bein­end­a og þurf­a svo að verj­a verk­efn­ið fyr­ir fram­an próf­dóm­ar­a,“ seg­ir Sig­rún Lilj­a Ein­ars­dótt­ir dós­ent við skól­ann og leið­bein­and­i hóps­ins. Hún seg­ir að hún hafi ver­ið mjög á­nægð með hóp­inn. Þau hafi fyrst kann­að vel hvað­a þekk­ing ligg­i fyr­ir um þett­a mál­efn­i og hafi svo not­að það til að finn­a flöt þar sem hægt væri að bæta við og fara dýpr­a ofan í.

„Þau völd­u þenn­an vink­il um af hverj­u ung­ar kon­ur hald­a síð­ur á­fram í sveit­ar­stjórn og af hverj­u þær sitj­a styttr­a en karl­menn,“ seg­ir Sig­rún Lilj­a og að þann­ig hafi nem­end­ur náð að vinn­a sam­an stjórn­mál­a­fræð­i og kynj­a­fræð­i og að þau hafi val­ið sér sjón­ar­horn úr rann­sókn­um Evu Mar­ín­ar Hlyns­dótt­ur, próf­ess­ors, sem hef­ur rann­sak­að þátt­tök­u kvenn­a í stjórn­mál­um um ár­a­bil.

„Ég sagð­i þeim að lesa hana og fara svo nið­ur á dýpt­in­a.“

Í nið­ur­stöð­um hóps­ins feng­ust ekki af­drátt­ar­laus svör við rann­sókn­ar­spurn­ing­unn­i en fram kom að nið­ur­stöð­urn­ar hafi dreg­ið skýrt fram að á­reit­i og nei­kvætt um­tal hafi ó­tví­rætt á­hrif á líð­an við­mæl­end­a og eins og Ein­ar Freyr bent­i á þá nefnd­u kon­urn­ar líka barn­eign­ir og um­önn­un barn­a sem á­stæð­u fyr­ir því að þær hafi hætt.

Aukið álag og áreiti

„Ég hef sjálf ver­ið í sveit­ar­stjórn og þett­a er ekki barn­vænt. Fund­ir eru utan vinn­u­tím­a og það þarf mik­ið að redd­a barn­a­pöss­un. Þarn­a kem­ur þriðj­a vakt­in meir­a inn,“ seg­ir Sig­rún Lilj­a og bend­ir á að sam­kvæmt rann­sókn­um þá bend­i margt til þess að kon­ur sinn­i henn­i í meir­i mæli en karl­menn. Þeg­ar þær taki sæti í sveit­ar­stjórn þá geti heim­il­ið því lið­ið fyr­ir það.

„Það fylg­ir þess­u mik­ið álag en svo er það á­reit­ið. Það eykst,“ seg­ir Sig­rún Lilj­a og að eins og kon­urn­ar nefn­a í við­töl­um í verk­efn­in­u þá verð­i Fac­e­bo­ok-hóp­ar oft eins og „villt­a vestr­ið“ því þar séu eng­ar skýr­ar regl­ur og ekki end­i­leg­a til skýr­ar leið­ir end­i­leg­a til að bregð­ast við því.

„Sér­stak­leg­a þeg­ar um er að ræða lít­il sveit­ar­fé­lög. Því það eru alls­kon­ar til­finn­ing­ar. En þett­a á líka við um það þeg­ar kon­ur taka sæti í stjórn og í öðr­um stjórn­mál­um. Kon­um er kennt að við eig­um að vand­a okk­ur og gera hlut­in­a bet­ur en aðr­ir og svo er kraf­a um að stand­a sig á öll­um öðr­um víg­stöðv­um líka,“ seg­ir Sig­rún Lilj­a og að hreint út sagt þá sé það kjaft­æð­i því að það geti eng­inn stað­ist það.

Kon­um er kennt að við eig­um að vand­a okk­ur og gera hlut­in­a bet­ur en aðr­ir

Hún seg­ir að í litl­u sveit­ar­fé­lag­i sé það enn frem­ur þann­ig að fólk losn­ar aldr­ei und­an hlut­verk­in­u, sama hvort það er á þorr­a­blót­i eða úti í búð.

„Það er allt­af ein­hver til­bú­inn að tala um vinn­un­a og þann­ig verð­ur á­reit­ið gríð­ar­leg­a mik­ið og að þú tal­ir fyr­ir ein­hverj­u mál­efn­i hvar sem er.“

Hún seg­ir að rann­sókn hóps­ins sé gott inn­legg í um­ræð­u um þátt­tök­u kvenn­a í stjórn­mál­um og að nem­end­ur séu hvatt­ir til þess að taka svon­a verk­efn­i og hald­a á­fram með þau.

„Sum­ir taka eitt­hvað sjón­ar­horn og hald­a á­fram með það í lok­a­verk­efn­um sín­um. Það eru alveg dæmi um það,“ seg­ir hún og að nem­end­ur séu hvatt­ir til þess að taka mál­efn­i sem eru í deigl­unn­i.

„Á þess­u bakk­al­árs­stig­i erum við ekki að bú­ast við því að nem­end­ur komi fram með ein­hverj­a bylt­ing­ar­kennd­a nýja þekk­ing­u held­ur að þau taki við­fangs­efn­i sem þau geti æft sig á. En það er auð­vit­að ros­a­leg­a gam­an að sjá þeg­ar þau þora að tak­ast á við krefj­and­i verk­efn­i.“