Naya Rivera, leikkonan og söngkonan sem er þekkt fyrir að hafa leikið Santana Lopez í söngleikjaþáttunum Glee, er horfin. Fréttavefur NBC greinir frá.

Fjögurra ára sonur hennar fannst í gær einn á báti á Piru stöðuvatninu í suðurhluta Kaliforníu-fylkis en hún er sögð hafa stungið sér til sunds.

Naya Rivera í hlutverki Santana Lopez og Lea Michele í hlutverki Rachel Berry í þáttunum geysivinsælu Glee.
Fréttablaðið/Getty images

Barnið var í björgunarvesti en ekki er talið að Rivera hafi klæðst vesti.

Manneskja á öðrum báti kom auga á strákinn og var þá kallað á viðbragðsaðila. Leitin stóð yfir í allan gærdag og fram á kvöld og var svo hætt þegar tók að dimma.

NBC hefur eftir lögreglufulltrúa á svæðinu sem segir ekki grun um að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

CBS segir í umfjöllun sinni að talið sé að leikkonan hafi drukknað.

Leitað verður áfram í dag með drónum, þyrlu og köfurum.

Rivera birti mynd af sér og syni sínum á Instagram áður en hún hvarf.

View this post on Instagram

just the two of us

A post shared by Naya Rivera (@nayarivera) on