Læknar stjórnar­and­stöðu­leið­togans Alexei Naval­ny segja tölu­verðar líkur á því að Naval­ny fái hjarta­á­fall hvað á hverju eftir að heilsu hans hefur hrakað gífur­lega síðustu daga. Hann hefur nú verið í hungur­verk­falli í yfir tvær vikur vegna bágra að­stæðna í fangelsi sínu.

Læknar Naval­ny full­yrða að fái hann ekki nauð­syn­lega að­hlynningu á sjúkra­húsi, líkt og hann krefst, séu dagar hans lík­lega taldir. Læknir Naval­nys, Anastasia Vasiljeva, sendi yfir­völdum kröfu um að fá að sinna sjúk­lingnum þar sem hann sé í lífs­hættu.

Hjarta­læknirinn Jar­oslaw Askits­min skrifaði einnig undir kröfuna og varði við því að gæti dáið ,,hve­nær sem er" og að það ætti að leggja hann inn á gjör­gæslu strax.

Mótmælir fyrir alla í hans stöðu

Þann 31. mars síðast­liðinn hófst hungur­verk­fall Navan­lys sem krafðist þess að fá al­menni­lega læknis­þjónustu vegna dofa sem hann fann fyrir í höndum og fótum.

„Ég er ekki bara að mót­mæla fyrir sjálfan mig heldur líka fyrir þau hundruð þúsunda sem hafa engin réttindi, líka þau sem hafa ekki Insta­gram til að tjá sit á,“ skrifaði Naval­ny á Insta­gram síðu sinni í gær. Hann kvaðst ekki ætla að gefast upp á hungur­verk­fallinu sama hvað.

Veikindin tengist eitruninni

Teymi stjórnar­and­stöðu­leið­togans heldur því fram að stjórn­völd vilji ekki láta lækna skoða Naval­ny þar sem það gæti komið í ljós að ein­kennin tengist eitrun sem hann varð fyrir síðast­liðinn desember.

Teymi Naval­ny hefur í­trekað haldið því fram að út­­sendarar á vegum Pútíns hafi fyrir­­­skipað eitrunina en Pútín hefur al­farið neitað því. Naval­ny fékk þó út­­sendara rúss­nesku leyni­­þjónustunnar FSB til að játa sök í sím­tali síðast­liðinn desember.

Naval­ny var dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi síðast­liðinn febrúar og var fluttur á fanga­ný­­lendu í kjöl­farið. Á­stæða þess er að Naval­ny gaf sig ekki fram til yfir­­valda síðast­liðinn desember. Hann var þá enn staddur í Þýska­landi eftir að hafa komist í tæri við tauga­eitrið Novachok.