Rúss­neski stjórnar­and­stöðu­leið­toginn Alexei Naval­ny kom fram fyrir rétti í fangelsi í Moskvu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Naval­ny kemur fram opin­ber­lega frá því að hann hætti hungur­verk­falli sínu fyrir tæpri viku síðan.

Naval­ny var magur og tekinn í út­liti þegar hann kom fram í gegnum fjar­fundar­búnað en var ó­myrkur í máli og lýsti Pútín Rúss­lands­for­seta sem „kóngi án klæða“ sem væri að arð­ræna rúss­nesku þjóðina, breyta fólki í þræla og neita þeim um fram­tíð.

Dómarinn hafnaði beiðni Naval­ny um á­frýjun á sekt fyrir meintar æru­meiðingar hans gagn­vart sovéskum her­manni sem barðist í seinni heims­styrj­öldinni og kom fram í mynd­bandi til stuðnings rúss­neskum stjórn­völdum.

Stjórn­völd vilja banna sam­tök Naval­nys

Á sama tíma og Naval­ny kom fram fyrir rétti fóru fram önnur réttar­höld í Moskvu þar sem fjallað var um frum­varp sak­sóknara um að banna pólitísk sam­tök hans sem öfga­sam­tök.

Í ljósi þeirra réttar­halda til­kynnti Leonid Vol­kov, einn nánasti sam­starfs­maður Naval­nys, um lokun rúm­lega þrjá­tíu höfuð­stöðva sam­takanna í þeim til­gangi að vernda starfs­fólk og stuðnings­menn þeirra fyrir of­sóknum stjórn­valda. Á mánu­dag gaf sak­sóknari í Moskvu út til­skipun þess efnis að allri starf­semi sam­taka Naval­nys skildi hætt þar til að niður­staða lægi fyrir í réttar­höldunum.

„Það er ljóst að þessi á­kvörðun hefur rústað öllu stjórn­mála­starfi okkar í Rúss­landi. Það er engin leið fyrir okkur að halda á­fram starf­semi í þessu landi,“ sagði Leonid Vol­kov í sam­tali við BBC en hann hefur búið er­lendis frá árinu 2019 vegna á­sakana rúss­neskra stjórn­valda.