Rúss­neski stjórnar­and­stæðingurinn Alek­sei Naval­ny mætti fyrir dómara í Moskvu í dag en hann var sakaður um að hafa rofið skil­orð. Hann var dæmdur þriggja og hálfs árs fangelsisvistar og mun væntanlega sitja af sér dóminn í fanga­ný­lendu.

Naval­ny fór mikinn fyrir rétti, sagði á­sakanirnar á hendur sér „upp­spuna frá rótum“ og sakaði Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta um að hafa eitrað fyrir sér og standa fyrir of­sóknum á hendur sér vegna and­stöðu sinnar við stjórn hans. Naval­ny var hand­tekinn er hann kom til Rúss­lands 17. janúar og úr­skurðaður í 30 daga varð­hald. Hann hafði dvalið á sjúkra­húsi í Þýska­landi í fimm mánuði eftir að talið er að eitrað hafi verið fyrir honum og sakar Navalny Pútín um að hafa fyrir­skipað eitrunina.

Naval­ny og bróðir hans Oleg voru sak­­felldir árið 2014 fyrir að hafa dregið sér fé og báðir dæmdir í þriggja og hálfs árs fangelsi. Dómur Alek­sei var skil­orðs­bundinn en hann sat engu að síður í stofu­fangelsi í um það bil eitt ár en bróðir hans var í fangelsi í þrjú og hálft ár. Mann­réttinda­­dóm­­stóll Evrópu tók málið fyrir og komst að þeirri niður­­­stöðu að á­kæran hefði átt sér enga laga­­stoð og verið geð­þótta­á­­kvörðun stjórn­valda. Sam­­kvæmt skil­orðs­­dómi Alek­sei átti hann að gera grein fyrir sér við skil­orðs­full­­trúa tvisvar í mánuði. Á­kæran nú byggði á því að hann hafi ekki upp­­­fyllt þau skil­yrði í fyrra, meðal annars er hann lá á spítala í Þýska­landi.

Yuli­a Navalna­ya.
Mynd/Wikipedia

Undan­farið hafa verið fjöl­­menn mót­­mæli víða um Rúss­land og þúsundir komið saman þrátt fyrir að stjórn­völd hafi lýst mót­­mælin ó­­lög­­leg. Þau voru barin niður af hörku af lög­­reglu og fjöldi fólks hand­tekinn, meðal annars Yuli­a Navalna­ya, eigin­­kona Naval­ny.