Innlent

Nauð­syn­legt krabb­a­meins­lyf ekki ver­ið til í fjór­a mán­uð­i

​Sam­heita­lyfið exemestan, sem nauð­syn­legt er fólki með brjósta­krabba­mein, hefur ekki verið fáan­legt hér á landi í fjóra mánuði eða frá því um miðjan maí. Tugþúsunda munur er á því og frumlyfinu.

Tugþúsunda munur er á exemestan og frumlyfinu aromasin. Fréttablaðið/Eyþór

Sam­heita­lyfið exemestan, sem nauð­syn­legt er fólki með brjósta­krabba­mein, hefur ekki verið fáan­legt hér á landi í fjóra mánuði eða frá því um miðjan maí. Fjöl­miðla­full­trúi lyfja­fyrir­tækisins Acta­vis, sem flytur inn lyfið, segir í skrif­legu svari við fyrir­spurn RÚV að vonast sé til að ný sending komi til landsins á allra næstu dögum. 

Þessa stundina sé verið að vinna að því að flytja það inn eins fljótt og hægt er en vanda­mál hafi komið upp við fram­leiðslu lyfsins með þeim af­leiðingum að inn­flutningur hefur tafist. 

Lára Guð­rún Jóhönnu­dóttir er með brjósta­krabba­mein og greindi hún frá því á Face­book í gær að frum­lyfið aromasin hafi ekki verið fáan­legt hér á landi dagana 12. og 13. septem­ber. Hvorki hafi verið hægt að nálgast aromasin eða exemestan hér á landi í tvo daga.

Tug­þúsunda munur er í verði á exemestan og aromasin en Sjúkra­tryggingar Ís­lands miða alla jafna að greiðslu­þátt­töku við verð á ó­dýrara lyfinu. Svandís Svavarsdóttir heil­brigðis­ráð­herra hefur óskað eftir sam­ráðs­fundi með Lyfja­stofnun þar sem hún hyggst kanna hvers vegna á því standi að skortur á mikil­vægum lyfjum sé í­trekaður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Auglýsing

Nýjast

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing