Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir býst ekki við því að Ís­lendingar nái góðu hjarðó­næmi fyrr en á seinni hluta næsta árs, þrátt fyrir að bólu­setningar hefjist strax eftir ára­mót. Þetta kom fram í máli hans á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna.
Í gær var til­kynnt að Ís­­lendingar muni fá færri skammta af bólu­efni Pfizer og BioN­Tech um ára­­mótin en samningar gerðu ráð fyrir. Í til­­­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu segir að á­ætlun Pfizer um af­hendingu bólu­efna hafi raskast.

„Við höfum tryggt okkur kaup á bólu­efni fyrir um 85 þúsund ein­stak­linga alls en vegna skorts á hrá­efni hjá fram­leiðanda seinkar fram­leiðslunni. Þannig að ljóst er að við munum fá minna bólu­efni á næstu mánuðum, en við á­ætluðum," segir Þór­ólfur.


Þór­ólfur segist búast við því að fá fyrstu sendinguna 24. desember næst­komandi og að bólu­setningar hefjist þá strax eftir ára­mót. Þá fá Ís­lendingar bólu­efni fyrir um fimm þúsund ein­stak­linga en næsta sending er væntan­leg í janúar eða febrúar, ná­kvæm dag­setning liggur ekki fyrir að svo stöddu en gert ráð fyrir skömmtum fyrir um átta þúsund ein­stak­linga þá.


„Þetta þýðir það að við þurfum að stokka aftur upp í for­gangs­röðun bólu­setningarinnar eins og hún var birt í reglu­gerð ráðu­neytisins. Byrjað verður á því að bólu­setja fram­línu­fólk í heil­brigðis­stéttum eins og fram kemur í reglu­gerð og á­ætlað er að það sé um eitt þúsund manns, og vist­menn á hjúkrunar­heimilum og öldrunar­stofnunum, sem telur um þrjú til fjögur þúsund manns," bætir Þórólfur við.

Önnur bólefni ekki tilbúin fyrr en um mitt ár


Haldið verður á­fram að bólu­setja elstu aldurs­hópana þegar ljóst er hve­nær næstu skammtar koma til landsins. Þór­ólfur segir að ekki verði hægt að bólu­setja alla innan þessara þröngu for­gangs­hópa sem unnið er eftir. „Það er ljóst að það eru margir sem eiga eftir að mót­mæla þessu en við verðum að þreyja þorran og halda á­fram."
Þór­ólfur segir ó­ljóst hve­nær bólu­efni frá öðrum fram­leið­endum verði til­búin. Hann búist jafn­framt ekki við því að það verði fyrr en í fyrsta lagi um mitt ár 2021, og senni­lega ekki fyrr en seinni hluta ársins.

Á­fram­haldandi tak­markanir á næsta ári


Þór­ólfur segir að lands­menn verði að undir­búa sig að búa við á­fram­haldandi tak­markanir fram eftir næsta ári. Það líti ekki út fyrir að hægt verði að af­létta tak­mörkunum þegar búið er að bólu­setja þá hópa sem eru við­kvæmastir.

„Við sjáum betur hvernig far­aldurinn þróast núna á næstu næstu dögum og vikum, en eins áður hefur komið fram þá eru frekari til­slakanir alltaf í skoðun. Nú­verandi reglu­gerð gildir fram yfir ára­mótin næstu þannig að við þurfum á­fram að standa saman og gæta okkar, þetta er ekki búið. Við vonuðumst til að sjá hraðari bólu­setningar og fjöl­mennari núna strax eftir ára­mótin en við verðum bara að lifa við þetta og þetta mun ganga hægar en við ætluðumst til," segir Þór­ólfur.