Geim­fari rúss­neskrar flaugar af gerðinni Soyuz var snúið við í morgun skömmu eftir að hafa verið skotið út í geim. Á­stæðan er bilun sem varð til þess að lenda þurfti geim­farinu í neyð en stefnan hafði verið sett á al­þjóð­legu geim­stöðina.

Hinn rúss­neski Alexey Ovchinin og Banda­ríkja­maðurinn Nick Hagu­e voru um borð en þeir eru nú lentir í Kasakstan að því er rúss­neskir miðlar greina frá. Geim­vísinda­stofnunin NASA segir að flauginni hafi verið lent í svo­kölluðu „ballistic descent mode“ sem felur það í sér að hún ferðast hraðar til jarðar. 

O­vchinin og Hagu­e lentu í Kasakstan, líkt og fyrr segir, um 40 mínútum eftir geimskot. Þeir eru heilir á húfi. Við­búið var að þeir myndu dvelja á geim­stöðinni í sex mánuði.