Tölvuleikur sem gengur út á að leyfa spilurum að ráðast á og nauðga konum hefur verið tekin út af Steam, niðurhalssíðu bandaríska tölvufyrirtækisins Valve, eftir að leikurinn vakti upp mikla reiði.

Leikurinn kallast Rape Day eða Nauðgunardagur var aðgengilegur spilurum til niðurhals um allan heim í gegnum Steam sem er niðurhalssíða tölvufyrirtækisins Valve. Í leiknum var spilurum gert kleift að leika mann með siðblindu með nauðgar sér til skemmtunar.  

Skjáskot úr leiknum sem notað var til að kynna leikinn fyrir spilurum sýndi mann troða byssu upp í munn konu.

Í lýsingu leiksins á heimasíðu tölvufyrirtækisins stóð að spilarar gætu „stjórnað ákvörðunum ógnvekjandi raðnauðgara“ og gætu áreitt, drepið eða nauðgað konum eftir því sem söguþráðurinn þróaðist. Framleiðandi leiksins, Desk Lamp, sagði að hann væri gerður fyrir þau fjögur prósent mannkynst sem teljast siðblind. 

Í umfjöllun á áströlsku síðunni News.com.au segir að það hafi ekki tekið langan tíma fyrir gagnrýnendur að stíga fram. Í gær steig fram framkvæmdastjóri samtakanna Change.com í Ástralíu, Sally Rugg, og setti af stað undirskriftalista þar sem þess var krafist að leikurinn yrði bannaður. Um þrjú þúsund hafa skrifað undir eins og staðan er núna.

„Nauðgun er ekki leikur og framleiðendum leiksins ætti ekki að vera kleift að græða á því að konum sé nauðgað eða þær drepnar. Hvernig var þessu leyft að gerast?“ segir í yfirlýsingunni með undirskriftasöfnuninni.

Hætta við útgáfu vegna mikillar gagnrýni

Engin aldurstakmörk voru á leiknum en notendur þurftu þó að nota kreditkort til að greiða fyrir að nota hann og hlaða honum niður. Framleiðandi leiksins, Desk Lamp, tilkynnti, eftir gagnrýni, að hann hefði breytt nafni leiksins. 

Niðurhalssíðan, Steam, hefur frá því að leikurinn var gefinn út gefið út að hann verði ekki aðgengilegur á síðunni þeirra. Í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér í kjölfar umræðu segir að „eftir mikla rannsóknarvinnu og umræður, teljum við að Rape Day, gæti valdið óþekktri hættu og kostnaði og verður því ekki gefinn út hjá Steam.“

Þar segir enn fremur að oft sé það þannig að þau þurfi fyrst að gefa leikina út og sjá viðbrögðin áður en lokaákvörðun er tekin varðandi útgáfu leikjanna.

Yfirlýsingu fyrirtækisins má lesa hér í heild sinni.

Fréttin hefur verið leiðrétt.