Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi karl­mann í síðustu viku í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Manninum var gefið að sök að hafa not­fært sér á­stand konunnar, sem var ölvuð og sofandi, til þess að hafa við hana sam­ræði. Maðurinn og konan voru vinir, en hann var á þessum tíma besti vinur fyrr­verandi kærasta hennar. Brotið var framið þegar konan var að fagna út­skrift sinni úr mennta­skóla. 

Konan greindi frá því við skýrslu­töku lög­reglu að hafa tekið „skutlara­bíl“ með vini sinum, hinum á­kærða, eftir fögnuð í mið­bæ Reykja­víkur. Hún sagðist hafa verið mjög drukkin og dáið á­fengis­dauða í bílnum, og bað á­kærða því um að fylgja sér inn þar sem hún hafi varla staðið í fæturna. Í fram­haldinu hafi hún beðið hann um að gista hjá sér svo hann þyrfti ekki að fara alla leið heim. 

„Slegin létt í andlitið“
Konan sagðist hafa farið á undir­fötunum undir sæng, snúið sér að veggnum og reynt að taka sem minnst pláss svo á­kærði gæti líka farið að sofa. Hún hefði verið að „deyja“ aftur en á­kærði hafi þá tekið undir höfuð hennar og slegið hana létt í and­litið til að vekja hana, en hún sofnað aftur. Hún sagðist svo hafa rankað við sér þegar á­kærði var að hafa við hana sam­farir. Hún sagðist ekki skilja hvað væri að gerast en þegar hún hefði áttað sig á því, nokkrum sekúndum síðar, hefði hún ýtt honum frá og spurt hann hvað hann væri að gera. 

Hún kvaðst hafa fengið ó­geðis­til­finningu um allan líkama, fundist notuð og liðið mjög illa. Hann hafi beðist fyrir­gefningar en hún sagt honum að koma sér út og ekki viljað tala við hann. 

Maðurinn neitaði sök, og sagðist hafa haft sam­ræði við konuna á heimili hennar með hennar sam­þykki. Konan hafi hins vegar farið að gráta um hálfri til einni mínútu eftir að sam­farirnar hófust og beðið hann um að fara, sem hann sagðist hafa gert. Taldi hann að það tengdist fyrr­verandi kærasta hennar, sem hún var enn að hitta. 

Skýringin „fráleit“
Dómurinn taldi fram­burð konunnar skýran og stöðugan og í fullu sam­ræmi við fram­burð vitna og gögn í málinu. Hegðun konunnar eftir að á­kærði fór frá henni bendi einnig sterk­lega til þess að hún hafi ekki verið sam­þykk því sem gerðist. 

„Skýringar á­kærða í þá­veru að brota­þoli hafi husan­leg séð eftir því að hafa verið með honum vegna fyrr­verandi kærasta síns þykja frá­leitar í ljósi þess sem á eftir kom. Þá hafa viti borið um breytingar á brota­þola og líðan hennar eftir at­vikið og sál­fræðingur greint frá því að hún hafi haft ein­kenni á­falla­streitu­röskunar,“ segir í niður­stöðu dómsins. 

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í tveggja ára fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða konunni eina og hálfa milljón í miska­bætur.