Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra undir­býr nú skipun starfs­hóps til að móta til­lögur um varan­lega fjár­mögnun björgunar­sveita þar sem flug­eldar koma minna við sögu.

Þetta kemur fram í svari Ás­laugar við fyrir­spurn þing­mannsins Andrésar Inga Jóns­sonar. For­maður Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar sagði við RÚV í byrjun árs að sveitirnar væru að fá 700 til 800 milljónir á ári fyrir sölu á flug­eldum.

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata fyrir Reykja­víkur­kjör­dæmi norður.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Starfs­hópurinn skilaði af sér til­lögu í janúar um hvernig mætti draga úr nei­kvæðum á­hrifum á lýð­heilsu og loft­gæði vegna mengunar af völdum flug­elda. Megin­niður­staða starfs­hópsins var að nauð­syn­legt væri að tak­marka sem mest mengun sem veldur ó­æski­legum heilsu­fars­á­hrifum hjá ein­stak­lingum.

Hópurinn bendir einnig á að hafa þurfi í huga ó­æski­leg á­hrif á at­ferli og líðan margra dýra. Jafn­framt benti starfs­hópurinn á að huga þyrfti að loft­mengun í víðu sam­hengi og draga úr mengun þar sem það er mögu­legt, til bættra lífs­gæða fyrir allan al­menning.