Boeing 777 vél rúss­neska flug­fé­lagsins Rossi­ya Air­lines þurfti að nauð­lenda í Moskvu í nótt vegna vélar­bilunar. Ekki er vika síðan sams­konar vél þurfti að snúa aftur til Den­ver í Banda­ríkjunum eftir að eldur kom upp á hægri væng vélarinnar og brak hrundi úr vélinni yfir nær­liggjandi í­búðar­hverfi.

Rossi­ya Air flugið var vöru­loft­far á leið frá Hong Kong Til Madríd á Spáni. Hvorki Boeing né flug­fé­lagið hafa tjáð sig um málið sam­kvæmt vef Bloom­berg sem fjallar um það.

Á­höfn flug­vélarinnar bað um að fá að nauð­lenda vélinni eftir að vélar­bilun var í vinstri mótor vélarinnar. Enginn slasaðist. Ekki er ljóst um hvers konar mótor er að ræða en sá sem bilaði í vél Boeing í Den­ver var af gerðinni Pratt & Whit­n­ey 4000.

Fyrstu niður­stöður rann­sóknar á at­vikinu í Den­ver bentu til málm­þreytu á hægri væng vélarinnar. Búið er að kyrr­setja allar 777 vélar Boeing sem hafa sömu vél, þær eru alls 128.