Klukkan hálf eitt barst hjálparbeiðni í gegnum neyðarlínuna vegna manns sem hafði nauðlent svifvæng í norðanverðu Búrfelli.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að lögregla, sjúkraflutningar, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar voru boðuð og séu á leiðinni á vettvang.

Segir að ekki sé hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynningu lögreglunnar má sjá hér að neðan.