Nur­sultan Nasar­ba­jev hefur til­kynnt að hann muni láta af em­bætti for­seta Kasakstan. Nasar­ba­jev hefur gegnt em­bætti for­seta landsins frá því áður Sovét­ríkin sálugu liðu undir lok, eða frá 1990.

Hinn 78 ára Nasar­ba­jev sagði í ræðu sinni að á­kvörðunin hafi ekki verið auð­veld. Kassym-Jomart Toka­jev, for­seti efri deildar kasakska þingsins, mun taka við em­bættinu þar til kjör­tíma­bilinu lýkur. Nasar­ba­jev rak ríkis­stjórn landsins í síðasta mánuði á þeim for­sendum að henni hafi mis­tekist að bæta efna­hag landsins. 

Eftir að Kasakar hlutu sjálf­stæði árið 1991 varð mikill efna­hags­vöxtur í landinu einkum vegna olíu­fram­leiðslu. Nasar­ba­jev hefur farið fyrir efna­hags­legu um­bótunum en hann er af mörgum sagður hafa neitað að líta til lýð­ræðis­legra um­bóta í landinu á sama tíma sem sést kannski best á tíma hans í em­bætti og em­bættis­á­kvörðunum á borð við þær að sparka heilli ríkis­stjórn.