Flugvélaframleiðandinn Boeing hafa lokið við byggja fjóra hluti af fimm af grunninum (e. core stage) að flauginni fyrir NASA sem sendir mann og konu til tunglsins árið 2024.

Grunnurinn er ekkert lítið þrekvirki en hann er 65 metrar á lengd og rúmlega átta metrar á breidd, aðeins nokkrum metrum lægra en Hallgrímskirkjan. Í grunninum er innbyggður geymir sem getur rúmað 2 milljón lítra af vetni í vökvaformi og 742 þúsund lítra af súrefni í vökvaformi.

Eldflaugin verður 111 metrar á hæð, jafn stór og Satúrnus 5 (Saturn V) eldflaugin sem notuð var við tunglferðirnar.

Áætlun NASA að senda konu og mann til tunglsins árið 2024 heitir Artemis leiðangurinn eftir Artemis, grísku gyðju tunglsins.

Eldflaugin (lengst til vinstri) sem mun senda mann og konu til tunglsins árið 2024.
Stjörnufræðivefurinn

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á við þingið að fjárveitingar til Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, verði auknar um 1,6 milljarð dala. Jim Bridenstine, forstjóri NASA hefur áður sagt að sú fjárveiting sé nauðsynleg fyrir tunglferðirnar. Í sumar verða liðin 50 ár frá því að menn lentu fyrst á tunglinu.

Fyrstu þrír hlutarnir af grunninum.
NASA/MSFC/MAF