Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sýnir nú í beinni tvær konur í geimgöngu fyrir utan alþjóðlegu geimstöðina (e. International space station). Um er að ræða einstakan viðburð en þetta er í fyrst sinn sem eingöngu konur taka þátt í geimgöngu.

Upphaflega stóð til að fara í geimgöngu síðastliðinn mars en NASA tilkynnti að ekkert yrði af henni því ekki voru til geimbúningar á þær báðar.

Áætlað var að geimfararnir Christina Koch og Anne McClain myndu taka þátt í umræddri geimgöngu en hætt var við það verkefni vegna skorts á búningum. Glöggir lesendur kannast eflaust við nafn Anne McClain, en hún er fyrsta manneskjan sem hefur verið sökuð um að fremja glæp í geimnum.

Hingað til hafa eingöngu fjórtán konur tekið þátt í geimgöngu, og þá alltaf í viðurvist karla. Nú eru konur í fyrsta skipti að vinna saman án karlmanna á lágbraut um Jörðu.

Sjáðu geimfarana Christina Koch og Jessica Meir í geimgöngu í beinni hér fyrir neðan.