NASA tilkynnti í gær að þau væru hætt við áætlanir sínar um geimgöngu sem eingöngu yrði mönnum af kvenkyns geimförum. Í tilkynningu á heimasíðu stofnunarinnar segir að það sé vegna þess að þau eiga ekki nægilega marga búninga á konur. Fyrri ferðir hafa ýmist verið mannaðar eingöngu af karlmönnum eða körlum og konum.

Áætlað var að geimfararnir Christina Koch og Anne McClain myndu taka þátt í þessari fyrstu geimgöngu sem aðeins konur taka þátt í þann 29. mars, eða næsta föstudag. Stefnt var á að þær myndu ganga utan alþjóðlegu geimstöðvarinnar og setja í hana ný batterí. Í stað Koch fer geimfarinn Nick Hague.

Í fréttatilkynningu sagði NASA að McClain hafi komist að því í sinni fyrstu geimgöngu, þann 22. mars síðastliðinn, að búningurinn sem best passaði á hana væri miðlungsstór og samkvæmt NASA er aðeins sé hægt að hafa einn þannig tilbúinn fyrir föstudag. Áætlað er að Koch klæðist honum. 

Samkvæmt frétt space.com er erfitt að sníða búninga að geimförum vegna þess að þau lengjast þegar þau koma ut í geim. McClain, sem dæmi, greindi frá því í síðasta mánuði að hún hefði lengst um fimm sentímetra í síðasta flugi.

McClain varð þrettánda konan til að taka þátt í geimgöngu í síðustu viku. Næsta föstudag verður Koch sú fjórtánda. McClain er, með fyrirvara, skráð í sína næstu geimgöngu þann 8. apríl.

Fyrsta konan til að taka þátt í geimgöngu var sovéski geimfarinn Svetlana Savitskaya, fyrir 35 árum. Í heild hafa fleiri en 500 einstaklingar farið út í geim, en aðeins 11 prósent þeirra eru konur. Koch og McClain útskrifuðust báðar frá NASA árið 2103. Helmingur útskriftarárgangs þeirra var kvenkyns.

Greint er frá á Guardian.