Nancy Pelosi, sem hefur leitt Demókrataflokkinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tæplega tvo áratugi, hefur gefið út að hún muni láta af embætti.

Pelosi, sem er 82 ára gömul, var fyrsta konan til að gegna embætti forseta fulltrúadeildar þingsins.

Þó mun hún halda sæti sínu á Bandaríkjaþingi, en hún situr fyrir hönd Kaliforníu.

Þetta gerist í kjölfar þess að Repúblikanar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni, en það varð ljóst í dag, þrátt fyrir að kosningarnar hafi farið fram fyrir meira en viku síðan.