Vin­sældir fjallsins K2 fara ört vaxandi meðal fjall­göngu­manna. Áður beindu þeir flestir sjónum sínum að E­verest að sögn spænska blaðsins El País en nú hefur orðið breyting á.

Er rakið í El País að fram til febrúar í fyrra hefði E­verest verið klifið 10.658 sinnum en K2 að­eins 377 sinnum. Í sumar hafi fjallagarpar nánast staðið í röð við hinn al­ræmda Flösku­háls í K2 til að komast upp þetta næst­hæsta fjall jarðar með sína 8.611 metra en síður en svo minni á­skorun en E­verest sem er 8.848 metrar. Þann 22. júlí síðast­liðinn náðu 145 manns á topp K2 á einum og sama deginum.

Miklar hættur af ís- og snjó­skriðum steðja að fólki í Flösku­hálsinum og það er því af­leitur staður fyrir mann­söfnuð.