Jarð­vísinda­menn Veður­stofu Ís­lands eru á leið til baka úr þyrlu­flugi Land­helgis­gæslunnar sem farið var í morgun til að kanna að­stæður á gos­stað við Fagra­dals­fjall í Geldinga­dal. Myndir úr fluginu hafa þó borist þeim sem eru í húsi Veður­stofunnar og fer nú fram saman­burður á þeim og myndum sem teknar voru í nótt. Svo virðist sem dregið hafi eitt­hvað úr virkni gossins.

„Þessar fyrstu myndir stað­festa það alla­vega að þetta er mjög lítið gos inni­króað í Geldinga­dölum,“ segir starfs­maður Veður­stofunnar í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Miðað við þessar myndir þá er eins og það sé nánast engin kviku­stróka­virkni eða gjóska þarna,“ heldur hann á­fram.

Spurður hvort það geti þýtt að gosinu ljúki hrein­lega í dag eða á allra næstu dögum segir hann: „Það er of­boðs­lega erfitt að skjóta á það. Við verðum að­eins að fylgjast með fram­vindunni í dag og sjá hvernig flæðið er þarna.“

Frá svæðinu í morgun.
Mynd/Landhelgisgæslan