Um­slag með grun­náms­efni í ís­lensku fyrir út­lendinga beið Nicho­le Leigh Mo­sty, for­stöðu­manns Fjöl­menningar­seturs, er hún kom inn á skrif­stofu sína á Ísa­firði í morgun.

Nicho­le var að klára fundar­röð í Reykja­vík og þegar hún kom til­baka beið hennar um­slag með nafinu sínu, vit­laust skrifað. „Þegar ég kem til baka þá er þetta bara á skrif­borðinu mínu,“ segi Nicho­le í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Ég er búin að vera skoða þessa geisla­diska og reyna að hugsa „þetta var ekki illa meint“ en það voru engin skila­boð eða ekkert með þessu bara þessir geisla­diskar og nafnið mitt á um­slagi sem note bene var skrifað vit­laust,“ segir Nicho­le. „Hvernig á ég að túlka þetta?“

Hún segist hafa leitt hugann að um­ræðum á Al­þingi um hælis­leit­endur síðust daga sem og um­ræðu, um út­lendinga og CO­VID-19 á Ís­landi og hvernig þar leynast duldir for­dómar.

„Svona undir­liggjandi for­dómar skýra af hverju það er mis­munun á Ís­landi,“ segir Nicho­le. „Ég veit ég þarf að vanda mig. Ég er opin­ber starfs­maður en ég er líka fyrsta konan í fimm­tíu ár til að taka við for­stöðu­manns­stöðu hjá fjöl­menningar­setrinu,“ segir Nicho­le sem gat ekki annað en tjáð sig um málið og birti myndir af geisla­diskunum á netinu.

Nichole var skipuð forstöðumaður fjölmenningarseturs í byrjun árs.

„Ég er ný hérna og þekki fáa í húsinu“

Ás­mundur Einar Daða­son, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, skipaði Ni­hco­le í em­bætti for­stöðu­manns í janúar og tók hún til starfa í byrjun mars.

„Ég er með starfs­stöð í Reykja­vík og hér [Ísa­firði] þannig ég fer fram og til baka. Ég er stundum í Reykja­vík og stundum fyrir vestan. Ég viður­kenni það að ég er ný hérna og þekki fáa í húsinu nema þá sem ég starfa náið með,“ segir Nicho­le.

„Ég vona í hjarta mínu að ein­hver hafi fundið þetta ein­hver staðar og haldið að þetta ætti heima hér og ekkert illa meint með þessu,“ segir Nicho­le.

„En þar sem ég hef oft verið for­dæmd fyrir ís­lenskuna mína og það var sagt við mig á sínum tíma að ég ætti ekki að vera á þingi þá upp­lifir maður þetta öðru­vísi. Þegar fólk upp­lifir mis­munun, hvort sem það er þjóð­erni, kyn­hneigð eða vegna fötlunar þá er maður mjög fljótur að túlka svona sem mis­munun,“ segir Nicho­le.

Hún segir mikla þörf á menningar­næmi á Ís­landi. „Við þurfum að tala betur um hvernig við mætum hvort öðru. Hvernig við hefjum hvort annað upp og hvert við stefnum sem sam­fé­lagið,“ segir Nicho­le að lokum.