Mike Nghipunya, fyrrverandi framkvæmdastjóri Namibian Fis­hing Cor­poration, eða Fishcor, var handtekinn í dag í tengslum við Samherja-málið svokallaða. Hann var sakaður um spillingu í starfi fyrir að þiggja mútur í staðinn fyrir að úthluta veiðiheimildum. RÚV greindi frá þessu og var fjallað um þetta á namibíska fréttavefnum Namibian Sun.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari og fyrrverandi starfsmaður Samherja sagði að Nqhipunya hafi fengið greiðslur frá Samherja í gegnum milliliði.

Nqhipunya er tíunda manneskjan sem er handtekinn í tengslum við málið. Leon Jo­ost­e, ráð­herr­a op­in­bers rekst­urs í Nam­ib­í­u, kraf­ðist þess í bréf­i til Albert Kaw­an­a, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­a Nam­ib­í­u, að James Hatuikulipi, einn þriggja „hákarlanna“ í Samherjaskjölunum, yrði fjar­lægð­ur úr stjórn Fishc­or og að Mike Ng­hip­un­y­a yrði rek­inn.

Hatuikulipi hætti í nóvember sem stjórnarformaður og Nghipunya var rekinn úr starfi sínu í desember.

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur á RÚV og Stundin birtu í nóvember umfjöllunina um starfsemi útgerðarfélagsins Samherja í Namibíu. Var hún gerð í samstarfi við Wikileaks og fréttastöðina Al Jazeera.

Í umfjölluninni var sagt frá nánum tengslum stjórnenda Samherja við stjórnmálamenn stjórnarflokksins SWAPO og greiðslum til þeirra fyrir ódýran sjófrystikvóta á hrossamakríl hjá Fishcor, ríkisútgerðar Namibíu. Eftir umfjöllunina birtust fréttir um allan heim um Samherjamálið.