Landris í Öskju hefur aukist á undanförnum dögum og nálgast nú tíu sentimetra frá því í byrjun ágúst. Fyrir tæpri viku síðan hafði land risið um 6,5 til 7 sentimetra.

Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, sér­fræðing­ur Veður­stof­unn­ar á sviði jarðskorpu­hreyf­inga, grein­ir frá þessu í sam­tali við mbl.is. Landrisið er mælt með GPS tæki sem staðsett er inni í öskjunni og með samanburði á gervitunglamyndum.

Í síðustu viku lýsti Veðurstofa Íslands yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju og var fluglitakóða eldfjallsins fært úr grænum í gulan.