Joe Biden Bandaríkjaforseti og NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, birtu í kvöld fyrstu myndina úr James Webb sjónaukanum sem skotið var upp í geiminn seint á síðasta ári. Hann er nú staðsettur um 1.6 milljón kílómetra frá jörðinni þar sem hann mun geta myndað alheiminn af meiri nákvæmni en nokkur annars sjónauki í sögunni.

„Þetta tiltekna svæði af alheiminum er af sömu stærð og sandkorn borið við himininn í handleggsfjarlægð“ sögðu talsmenn NASA en myndin sýnir vetrarbrautarþyrpinguna SMACS 0723 eins og hún leit út fyrir 4.6 milljörðum ára síðan. „Þúsundir vetrarbrauta og þar á meðal minnstu og ógreinilegustu hlutir sem við höfum nokkurn tímann séð.“

Einnig er hægt að virða myndina fyrir sér í fullri upplausn hér.

Myndinni er ætlað að sýna fram á getu sjónaukans sem getur numið ljós frá fyrstu kynslóð stjarna og vetrarbrauta sem mynduðustu í geimnum.

James Webb sjónaukinn er fullkomnasti sjónauki sem sendur hefur verið út í geiminn og mun hann leysa Hubble sjónaukann af sem besta leið mannsins til þess að skoða allt aftur til uppruna alheimsins.

Vísindamenn bíða nú spenntir eftir fleiri myndum en James Webb sjónaukinn hefur formlega tekið til starfa og munu myndir frá honum nú byrja að streyma til jarðarinnar.