Lögreglumál

Nakinn á Reykja­víkur­flug­velli

Mikið var að gera hjá lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu sökum ölvunar borgar­búa.

Víða var þörf á aðstoð lögreglumanna í nótt. Mynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við fjölda útkalla vegna ölvunar og hávaða í heimahúsum í gærkvöld og í nótt. Eins þurfti að bregðast við unglingapartíum.

Klukkan 22.25 í gærkvöld var tilkynnt um par í átökum við veitingahús í vesturbæ Kópavogs. Parið var ofurölvi og neitaði að segja til nafns og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Lögregluþjónar handtóku manninn en unnusta hans réðist þá á lögreglumennina. Voru þau bæði handtekin og vistuð sökum ölvunar í fangageymslu.

Tilkynnt var um mann sem gekk nakinn um almenna aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll. Maðurinn er heimilislaus og hafði vanið komur sínar á flugvöll til að nota salernisaðstöðuna til að þrífa sig. Manninum var vísað burt af lögreglu.

Þá var maður handtekinn við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur, en hann var í annarlegu ástandi og hafði ráðist á dyraverði sem höfðu hann í tökum er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Kona í Grafarholtinu skar sig illa á hendi eftir að hafa reynt að opna flösku með hníf í samkvæmi. Rann hnífurinn til í hendi konunnar og blæddi mikið. Búið var um sárið og konan var flutt til aðhlynningar á slysadeild.

Þá var tilkynnt um búðarhnupl í verslun í Bústaðahverfinu stuttu fyrir klukkan sex í gær. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu á meðan unnið var úr máli hans en illa gekk að finna túlk svo hægt væri að ræða við manninn. Manninum var sleppt að skýrslutöku lokinni.

Þrír voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunar- eða fíkniefnaaksturs. Einn þeirra ók yfir gatnamót á rauðu ljósi og er auk ölvunaraksturs grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda. Annar var handtekinn grunaður um að hafa ekið á þrjá kyrrstæða bíla. Sá var handtekinn grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur og var vistaður í fangageymslu.

Loks var ofurölvi maður handtekinn við veitingahús í Hafnarfirði skömmu fyrir miðnætti. Var sá vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lögreglumál

Grunsamlegur maður kíkti inn í bifreiðar

Lögreglumál

Kvartað yfir er­lendum úti­gangs­mönnum

Lögreglumál

Mikið að gera hjá lögreglu í gær

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Auglýsing