Norska lögreglan óttaðist að líf Anne-Elisabeth Hagen, sem hvarf af heimili sínu í október á síðasta ári, væri í hættu ef hún myndi upplýsa um hvarf hennar opinberlega. Ástæðan fyrir því að greint var frá málinu í fjölmiðlum að lokum voru tíðar tilkynningar nágranna um dularfullar mannaferðir í nágrenni við heimili Hagen-hjónanna. 

Sjá einnig: Fréttaskýring um hvarf Anne-Elisabeth

Norska ríkisútvarpið(NRK)fjallar um rannsóknina á vef sínum í dag en liðnir eru rúmir þrír mánuðir frá því Anne-Elisabeth Hagen hvarf sporlaust af heimili sínu þann 31. október síðatliðinn. Lögreglan telur að hún hafi verið numin á brott af mannræningjum af heimili sínu í Fjellhamar í Noregi. Mikil leynd var yfir rannsókninni fyrst um sinn, en lögregla slapp þó ekki undan árvökulum augum nágranna Hagen-hjónanna.

Sjá einnig: Bárust skila­boð 16. janúar frá ­ræningjunum

Áður hefur verið greint frá því að nágrannar hjónanna sá tilsilfurgrás jeppa keyra nærri heimili hjónanna sama morgunog Anne-Elisabeth hvarf. Jeppin var með norskt bílnúmer. 

Kveikt ljós vöktu furðu nágranna

Í umfjöllun norska ríkisútvarpsins kemur fram að nágrannar hjónanna í Fjellhamar hafi haft samband við við lögreglu til að láta vita af dularfullum bílferðum við húsið og að ljós á heimili hjónanna virtust vera kveikt allan sólarhringinn. Hefur NRK eftir Tore Skarsen, nágranna Hagen-hjónanna, að hann hafi þekkt þau hjónin í áratugi og vissi vel að þau færu snemma í háttinn. 

Þann 31. október voru hins vegar ljósin kveikt allan sólarhringinn í húsinu, þar sem þar var lögregla að störfum. „Á föstudeginum höfðu ljósin verið kveikt tvær nætur og þá hringdum við í Anne-Elisabeth til að athuga hvort allt væri í lagi,“ segir Skarsen. Símtalinu var þó ekki svarað, en daginn eftir hafði lögregla samband við nágrannann og bað hann um að koma og ræða við þá. „Þegar ég kom niður á lögreglustöðina sögðu þeir mér að Anne-Elisabeth væri týnd. Ég var spurður um símtalið mitt í gemsann hennar,“ segir hann. 

Sjá einnig: Hagen-hvarfið: Kortlögðu ferðir silfurgráa jeppans

Í umfjöllun NKR er einnig rætt við Suzanne Williams, einn helsta sérfræðing Evrópu í mannránsmálum sem meðal annars hefur unnið fyrir bresku lögregluna en starfar nú sjálfstætt.

Norska lögreglan hefur áður sagt óttast að mannræningjarnir hafi fylgst með heimili Hagen-hjónanna, bæði fyrir og eftir mannránið, segir William það alls ekki óvenjulegt heldur venji mannræningjar oft komur sínar á ný til þess að fylgjast með ástvinum fórnarlambanna. 

Williams telur norsku lögregluna vera í klípu þar sem engin ákvörðun er fullkomnlega rétt. Í bréfi frá mannræningjunum, sem fannst á heimili Hagen-hjónanna, hóta þrjótarnir að myrða Anne-Elisabeth ef lögreglu yrði gert kunnugt um mannránið. Segir Williams þetta mjög algengt.  

Á annað þúsund tilkynninga 

Anne-Elisabeth er gift fjárfestinum Tom Hagen. Hann er í hópi ríkustu Norðmannanna og vermir þar 172. sæti listans. 

Hann hefur staðið í margs konar fjárfestingum undanfarna áratugi en eignir hans eru metnar á 1,7 milljarða norskra króna, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna. Hjónin hafa, þrátt fyrir það, haldið sig nokkuð til hlés og látið lítið fara fyrir auðæfum sínum. Lögreglunni hafa borist á annað þúsund ábendingar um hvarf hennar sem hafa snúist um mögulega felustaði, grunsamlegt fólk og bíla.