Í­búar í Stakk­hömrum í Grafar­vogi hafa verið sýknaður af kröfu ná­granna að fella eða stytta fjórar tignar­legar fjögurra metra háar aspir sem standa á lóð þeirra. Dómur féll í Héraðs­dómi Reykja­víkur í gær, þann 13. októ­ber.

Ná­granninn höfðaði málið eftir að hafa reynt í um ára­bil að fá um­ræddar aspir felldar vegna „þeirra skað­legu og nei­kvæðu grenndar­á­hrifa“ sem þær höfðu á lóð hans. Ná­granninn sagðist hafa gert sam­komu­lag við fyrri eig­anda lóðarinnar um að fjar­lægja trén en hann féll frá áður en verk­efnið hófst. Eig­endur lóðarinnar sögðust aldrei hafa heyrt um slíkan samning en þau höfðu þó sýnt málinu skilning og höfðu meðal annars látið fjar­lægja tvö stór tré, þar á meðal ösp og látið fjar­lægja allar greinar sem teygðu sig yfir lóðar­mörk ná­grannans.

Ná­granninn taldi aspirnar brjóta gegn reglum um grenndar­rétt.

„Hæð og stað­setning trjánna valdi því að lóð stefnanda fyllist af laufum á haustin, bæði framan og aftan við húsið. Það lendi á stefnanda að hreinsa laufin með til­heyrandi kostnaði. Á sumrin sé lóðin sömu­leiðis um­lukin frjó­kornum sem berist einnig inn í húsið að Stakk­hömrum 20, bæði um glugga og dyr,“ sagði í máls­á­stæðum ná­grannans.

Aspirnar eru tignarlegar.
Fréttablaðið/Ernir

Í­búarnir sögðu trjá­gróðurinn veita mikið skjól fyrir veðri og vindum og veiti auk þess næði. Trén væru glæsi­leg og stuðli að því að gera í­búðar­hverfið skjól­sælt og fal­legt.

„Stefndu benda á að aspirnar standi við vestur­enda Stakk­hamra 20 og þegar sólin skín á sumrin, nái sólin ekki inn á norður­garðinn fyrr en um níu­leytið að kvöldi. Þegar skuggi varpist í garð stefnanda falli hann því aðal­lega af­húsi stefnanda sjálfrar, ekki af trjá­gróðri stefndu. Skugga­varp af trjá­gróðri stefndu falli ­því að mestu leyti á lóð stefndu sjálfra,“ sagði í máls­á­stæðum í­búanna.

Að lokinni vettvangsferð í nágrennið og eftir að öllu athuguðu máli komst dómarinn að þeirri niður­stöður að hags­munir eig­endanna að halda öspunum væru mun meiri en hags­munir nágrannans f því að þær yrðu felldar eða lækkaðar.