Nafn mannsins sem var ráðinn bani í Rauðagerði um síðustu helgi var Armando Beqirai. Hann var fæddur árið 1988. Hann lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn. Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Armando starfaði við öryggisgæslu og kom að rekstri fyrirtækisins Top Guard í félagi við nokkra aðra menn. Þeir önnuðust, meðal annars, dyravörslu á skemmtistöðum í Reykjavík.

Fjórir menn voru handteknir í gær í þágu rannsóknar málsins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim. Þeir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær.

Þrír karlmenn voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna í gærkvöld; einn Íslendingur og tveir útlendingar, sem staddir voru hér á landi en eru búsettir á Spáni.

Fréttin hefur verið uppfærð klukkan 18:21.