Maðurinn sem lést við sjósund við Langa­sand hét Elías Jón Sveins­son. Hann var fæddur árið 1966. Skaga­f­réttir greina frá.

Elías var við sjósund á­samt hópi fólks við Langa­sand að kvöldi 9. ágúst. Eftir að hann skilaði sér ekki í land hófst ítar­leg leit, en þyrla Land­helgis­gæslunnar fékk útkall á tíunda tímanum. Auk þyrlunnar voru tvö skip og björgunar­sveitar­fólk frá Björgunar­sveit Akra­ness kölluð út.

Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að málið sé til rannsóknar.