Maðurinn sem lést eftir að hafa slasast við út­reiðar í hest­húsa­hverfi Sörla síðasta mið­viku­dag hét Davíð Sigurðs­son. Hann var fæddur 1962, eða 57 ára, og lætur eftir sig eigin­konu og fimm börn á aldrinum 17 til 30 ára. 

Þetta kemur fram í til­kynningu fjöl­skyldunnar til fjöl­miðla. 

Davíð var bú­settur í Noregi um skeið á­samt fjöl­skyldu sinni en vann á Ís­landi í vetur, meðal annars við tamningar. Hann lést af á­verkum sínum eftir að hafa slasast við út­reiðar. 

„Fjöl­skyldan vill nýta tæki­færið og þakka fyrir þann mikla stuðning og hlý­hug sem þau hafa mætt í kjöl­far þessa á­falls. Sér­stakar þakkir fær Hesta­manna­fé­lagið Sörli, þar sem Davíð var fé­lags­maður. Sörli sýndi mikið ör­læti og á­kvað að skráninga­gjöld mótsins 8. mars síðast­liðinn myndu renna ó­skert til fjöl­skyldunnar okkar,“ segir fjöl­skyldan í til­kynningu sinni. * 

Fjöl­skyldan af­þakkar blóm og kransa en bendir á söfnunar­sjóð sinn, sem ætlaður er til að reisa minnis­varða um Davíð: 0130-15-010650, kt. 220365-4929.