Maðurinn sem lést í Sundhöll Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs að aldri. Hann lætur eftir sig foreldra og tvo bræður.
Faðir hans, Guðni Heiðar Guðnason, greindi frá nafni hans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni segir son sinn hafa verið afar hraustan og í góðu líkamlegu formi og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör.
Guðni Pétur var að störfum þegar hann fannst án meðvitundar í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann starfaði í geðþjónustu og var með skjólstæðingi sínum í sundlauginni
Dánarorsök hans hefur enn ekki verið gefin upp en hann lá á botni sundlaugarinnar í sex mínútur áður en laugarverðir hófu björgunaraðgerðir. Andlát hans er rannsakað sem vinnuslys.