Maðurinn sem lést í Sund­höll Reykja­víkur síðastliðinn fimmtu­dag hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs að aldri. Hann lætur eftir sig foreldra og tvo bræður.

Faðir hans, Guðni Heiðar Guðnason, greindi frá nafni hans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Guðni segir son sinn hafa verið afar hraustan og í góðu líkamlegu formi og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör.

Guðni Pétur var að störfum þegar hann fannst án meðvitundar í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann starfaði í geðþjónustu og var með skjólstæðingi sínum í sundlauginni

Dánar­or­sök hans hefur enn ekki verið gefin upp en hann lá á botni sund­laugarinnar í sex mínútur áður en laugar­verðir hófu björgunar­að­gerðir. And­lát hans er rann­sakað sem vinnu­slys.