Karlmaðurinn sem lést í árásinni við Barðavog um helgina, þann 4. júní, hét Gylfi Bergmann Heimisson. Greint var frá nafni mannsins fyrst á vef DV í dag en dánartilkynning var birt í Fréttablaðinu í dag.

Eins og fram kom um helgina var Gylfi fæddur árið 1975 en Gylfi lætur hann eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Gylfi átti og rak matarvagninn Gastro Truck sem er að finna bæði í mathöllinni á Höfða og á Grandanum.

Dánartilkynningin var birt í Fréttablaðinu í dag.

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa orðið Gylfa að bana en hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. júlí. Mennirnir voru nágrannar í Barðavogi.