Maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti, neðan Erluhóla, í lok ágúst hét Örn Ingólfsson og var 83 ára að aldri. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lík mannsins fannst í skóginum neðan við Hóla­hverfi í Breið­holti þann 21. ágúst og er talið að það hafi legið þar í nokkrar vikur. Ekki hafði verið lýst eftir manninum áður en líkið fannst.

Kennsla­nefnd hef­ur unnið að því að bera kennsl á líkið síðastliðinn mánuð og þakkar lögregla fyrir veitta aðstoð við rannsókn málsins.