Ís­lendingurinn sem fórst í elds­voða á Tenerife á sunnu­daginn er sprenging varð í bíla­geymslu við heimili hans hét Haraldur Logi Hrafn­kels­son, fæddur 23. ágúst 1972. Mbl.isgreindi fyrst frá.

Haraldur lætur eftir sig eigin­konu, Drífu Björk Linnet Kristjáns­dóttur.

Haraldur og Drífa hafa verið bú­sett á Tenerife á­samt fjórum börnum sínum stóran hluta úr árinu síðustu misseri. Þau opnuðu ný­verið kok­teil­bar á eyjunni. Þá hafa þau einnig rekið heild­söluna Reykja­vík Warehou­se á Ís­landi.