Eftir tveggja ára hlé snýr nætur­strætó úr mið­bæ Reykja­víkur aftur laugar­daginn 9. júlí. Strætó greinir frá þessu í frétta­til­kynningu til fjöl­miðla.

Ný stjórn Strætó kom saman í síðustu viku. „Það var mikill sam­hugur í stjórnar­mönnum um að láta nætur­strætó aka úr mið­bænum um helgar,“ segir í til­kynningunni. Leitast verður að nota eins um­hverfis­væna vagna og kostur er.

Sjö leiðir munu nú aka úr mið­bæ Reykja­víkur, en þær voru fimm fyrir tveimur árum. Nætur­strætó mun aka úr mið­bæ Reykja­víkur á að­fara­nóttum laugar­dags og sunnu­dags. Einungis verður hægt að taka nætur­strætó úr mið­bænum, en ekki til baka.

„Vagnarnir aka ekki skv. hefð­bundinni tíma­töflu. Ein­göngu er gefinn upp brott­farar­tími úr mið­bænum og vagnarnir aka inn í hverfin án þess að tíma­jafna,“ segir í til­kynningunni.

Nætur­strætó mun aka frá mið­bæ Reykja­víkur til Hafnar­fjarðar, Kópa­vogs, Breið­holts, Úlfarsár­dals, Norð­linga­holts, Mos­fells­bæjar og Sel­tjarnar­ness.

Þeir far­þegar sem nota Klappið, Strætó­kort eða Strætóappið greiða sama far­gjald og greitt er yfir daginn en Posi verður einnig stað­settur í hverjum vagni. Stað­greiðsla með greiðslu­korti eða reiðu­fé mun kosta þúsund krónur.

Hér má sjá leiðakerfi næturstrætó.
Fréttablaðið/Strætó