Kalt loft liggur yfir landinu sem veldur nætur­frosti um mest allt land. Í hug­leiðingum veður­fræðings Veður­stofunnar kemur fram að vindur sé þó al­mennt hægur og að víða sé létt­skýjað.

Þá ver það helst um landið austan­vert að norðan­áttin verði á­gengari og beri með sér dá­lítil él. Út­lit er fyrir að það minnki þegar líður á vikuna.

Hitinn gæti ná 7 til 9 stigum að deginum þar sem best lætur en á Norð­austur- og Austur­landi fer hitinn lítið yfir 3 stig yfir há­daginn.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að flestar aðalleiðir séu greiðfærar en hálkublettir á einstaka leiðum og fjallvegum á Austurlandi. Akstursbann er í gildi á fjölmörgum hálendisvegum á meðan frost er að fara úr jörðu

Veður­horfur á landinu næstu daga

Á þriðju­dag:

Norðan 3-8 m/s og víða þurrt og bjart veður, hiti 3 til 8 stig yfir daginn. Skýjað og líkur á lítils háttar éljum á Austur­landi með hita kringum frost­mark.

Á mið­viku­dag, fimmtu­dag og föstu­dag:

Norð­austan og austan 3-10 m/s. Bjart­viðri á Vestur­landi. Skýjað norðan- og austan­lands og sums staðar dá­lítil él. Skýjað með köflum sunnan­lands og stöku skúrir eða él. Hiti frá frost­marki norð­austan­lands, upp í 8 stiga hita á Suð­vestur­landi. Nætur­frost víða um land.

Á laugar­dag og sunnu­dag:

Hæg breyti­leg átt. Yfir­leitt þurrt á landinu og bjart með köflum. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.