Innlent

Næstu verk­efni borgar­lína og Miklu­braut í stokk

Sam­fylkingin í Reykja­vík kynnti kosninga­lof­orð sín í dag. Þar ber helst að nefna borgar­línu, Miklu­braut í stokk og fjölgun í­búða víðs vegar um borgina.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kynnti kosningaloforð Samfylkingarinnar í dag. Mynd/Berglaug Petra

Borgarlína og Miklabraut í stokk eru meðal kosningaloforða Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokkurinn hélt fund í Gamla bíó í dag þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti á lista fyrir komandi kosningar, kynnti stefnumál fyrir kosningarnar þann 26. maí næstkomandi.

Stokkurinn kæmi til með að hafa jákvæð áhrif á umferð

Sagði hann að árangur hefði nást í bættum almenningssamgöngum með aukinni tíðni á helstu leiðum Strætó, akstursforgangur hefði aukist og að næturstrætó væri nú farinn að ganga. Því væri næsta verkefni að klára samninga við ríkið og hefja eftir það framkvæmdir til þessa koma upp borgarlínu. Til þess sé hægt að nýta fjárhagslegan styrk borgarinnar til að koma hrinda verkefninu í framkvæmd á betri tíma.

Hann ítrekaði mikilvægi þess að leggja Miklaubraut í stokk. Stokkurinn væri mikilvægur til að auka öryggi, tengja hlíðarnar sitthvorumegin götunnar og hefja uppbyggingu ofan á stokknum. Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg bjóðist til að fjármagna sérstakt félag ríkis, borgar og annarra sveitarfélaga sem myndi ráðast í þessi verkefni strax, þótt greiðslur ríkis og annarra kæmu til á lengri tíma. Sagði hann að þannig yrðu til jákvæð áhrif á umferð, umhverfi og uppbyggingu, sem sjá mætti strax á næstu árum.

Vilja fjölga íbúðum og leikskólum

Einnig vill flokkurinn koma fleiri íbúðum í byggingu samhliða íbúafjölgun í borginni. Samfylkingin sér fyrir sér að næstu verkefni á sviði húsnæðismála verði að tryggja ungu fólki og fyrstu kaupendum 500 íbúðir í Gufunesi, Úlfarsárdal, Bryggjuhverfi, Skerjafirði, á Veðurstofuhæð og á lóð Stýrimannaskólans. Þá stendur til að fjölga félagsíbúðum en borgarstjóri hvatti nærliggjandi sveitarfélög að taka þátt í uppbyggingu húsnæðis.

Þá vill flokkurinn ráðast í framkvæmdir og byggja sex nýja leikskóla og fjölga þannig leikskólaplássum um 800 á kjörtímabilinu. Þá þurfi að fjölga starfsfólki á leikskólum borgarinnar en einnig stendur til að bjóða 12 til 18 mánaða börnum leikskólapláss.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Dagur nýtur lang mests stuðnings

Innlent

Samfylkingin mælist stærst

Innlent

Flokksval Sam­fylkingarinnar: Skúli í þriðja

Auglýsing

Nýjast

Tölva Hauks á heimleið: „Kannski eitt ljóð enn“

Ung­lingar léku sér á næfur­þunnum haf­ís við Ísa­fjörð

Skóladrengir veittust að kyrjandi frumbyggja

70 missa vinnuna fyrir árslok

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Auglýsing