Mercedes Benz mun uppfæra GLE jeppa sinn og auka drægni hans eingöngu á rafmagnhleðslunni uppí 100 kílómetra. Bíllinn kemur í sölu á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Líklega mun bíllinn bæði koma í bensín- og dísilútgáfu og báðir með rafmagnsmótorum að auki. Dísilbíllinn verður markaðssetur í Evrópu en líklega ekki í Bandaríkjunum. 

Með þessari auknu drægni á rafmagninu eingöngu eykst hún tvöfalt og má búast við að margir bílaframleiðendur tengiltvinnbíla geri slíkt hið sama á næstu misserum. Stutt er síðan að Mercedes Benz kynnti EQC rafmagnsbíl sinn með 450 kílómetra drægni, en í honum er engin brunavél að auki.