Ragn­heið­ur Ósk Er­lends­dótt­ir, forstöðumaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, seg­ir að stöð­ugt fjölg­i í hópi þeirr­a sem ósk­að hafa eft­ir ból­u­setn­ing­u með ból­u­efn­i Jans­sen gegn COVID-19. Hægt er að óska eft­ir ból­u­setn­ing­u í gegn­um net­spjall­ið á vef Heils­u­ver­u heils­u­ver­a.is.

Ragn­heið­ur dró ár­gang­a úr hatt­i fyr­ir hand­a­hófs­kennd­a ból­u­setn­ing­u fyr­ir skömm­u.
Fréttablaðið/Valli

Heils­u­gæsl­an hef­ur ver­ið að safn­a fólk­i í ból­u­setn­ing­u með Jans­sen svo hægt verð­i að nýta hvern drop­a af ból­u­efn­in­u eft­ir að það er bland­að. Nú er svo kom­ið að hóp­ur­inn tel­ur um sjö hundr­uð manns.

Ragn­heið­ur seg­ir að þar sem list­inn sé orð­inn jafn lang­ur og raun ber vitn­i verð­i ráð­ist í ból­u­setn­ing­ar­dag með ból­u­efn­i Jans­sen þann 7. júlí. Þá verð­ur söm­u­leið­is end­ur­ból­u­sett með AstraZ­en­e­ca.

Þess­a vik­un­a eru end­ur­ból­u­setn­ing­ar á dag­skrá. Í dag með Mod­ern­a, á morg­un með Pfiz­er og AstraZ­en­e­ca á mið­vik­u­dag og fimmt­u­dag. Stefnt er að því að um 200 þús­und Ís­lend­ing­ar verð­i full­ból­u­sett­ir fyr­ir vik­u­lok.