Óðum styttist í niðurstöður úr kosningu breska Íhaldsflokksins um næsta leiðtoga sinn, sem verður jafnframt næsti forsætisráðherra Bretlands. Val hinna rúmlega 160.000 meðlima flokksins stendur á milli Boris Johnson og Jeremy Hunt en úrslitin verða tilkynnt um klukkan 11 í dag.

Johnson, fyrrverandi borgarstjóri London, þykir mun líklegri til að verða arftaki Theresu May þrátt fyrir að ýmsir innan flokksins hafa gefið út að þeir skuli ekki starfa undir honum. Anne Milton, menntamálaráðherra, tilkynnti um uppsögn sína á Twitter rétt í þessu, um hálftíma áður en niðurstöðurnar verða gerðar ljósar, sem þykir benda til afgerandi sigurs Johnson.

Hér má sjá Twitter-færslu fráfarandi menntamálaráðherrans: